Frítt fjarnámskeið:

Vegna mikillar eftirspurnar:

Ertu kennari og farinn að finna fyrir raddþreytu?
Við hjá Mentor í samstarfi við Dr. Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur bjóðum upp á frítt námskeið fyrir kennara sem vilja læra að takast á við raddþreytu og leiðir til að minnka hávaða í kennslu.
Farið verður yfir:
-Hvernig losa má þreytu úr talfærum
-Áhrif hávaða
-Hvernig kennarar geta markvisst dregið úr hávaða
-Áhrif raddar á starf kennarans
-Hlustunargetu barna
 
Fyrirlesari: Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir
Tími og staður: Fjarnámskeið, þátttakendur fá sent fundarboð á fjarfund. Þriðjudaginn 4. febrúar kl. 14.00-16.
Þátttakendur: Kennarar sem er umhugað um röddina sína
Verð: frítt!
skráning á netfangið: radgjafar@infomentor.is