Lokaeinkunn 10. bekkjar

Fimmtudaginn 9. júní verða einkunnir og umsagnir 10. bekkjar færðar úr Mentor yfir til framhaldsskólanna. 

Viðmið sem skráð hafa verið við D einkunn, valgreinar og stjörnumerktar einkunnir fylgja með. Viðmiðin sem skráð eru af grunnskólunum gefa framhaldsskólunum þær upplýsingar sem þeir þurfa til að meta hæfni nemandans fyrir áframhaldandi nám og mikilvægt að þær séu komnir inn fyrir fimmtudaginn.
 

Námsmatið sýnilegt nemendum

Námsmat í grunnfögum sem skráð hefur verið í nýju kynslóðina af Mentor hefur ekki verið sýnilegt nemendum í maí en áætlað er að opna fyrir það miðvikudaginn 8. júní.
Þeir skólar sem óska eftir annarri tímasetningu geta sent okkur beiðni með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.
Þá er einnig hægt að gera námsmat stjörnumerktra einkunna sýnilegt en frekari upplýsingar um það fást hjá ráðgjöfum okkar.

Forrit fyrir valgreinar

Nú býður Mentor þeim skólum sem nýta sér valgreinaforrit frá Netvirki upp á þann möguleika að færa gögnin beint yfir í Mentor

Á hverju ári fer mikill tími í skipulag og skráningu valgreina en nú býðst sá möguleiki að vinna þetta í ákveðnu forriti og upplýsingarnar er hægt að færa beint yfir í Mentor. 

Ferlið fer þannig fram að stjórnendur flytja upplýsingar um nemendur og þær námsgreinar sem í boði eru inn í valgreinaforritið. Í framhaldinu velja nemendur valgreinar eftir ákveðnum forsendum sem skólinn setur upp. Að þessu loknu eru valgreinahóparnir fluttir yfir í Mentor og þarf því ekki að stofna þá þar sérstaklega og handfæra val nemenda. 

Lesa má nánar um valgreinaforritið frá Netvirki og panta kynningu hjá þeim hér fyrir neðan.