Lokaeinkunn 10. bekkjar

Vorið 2016 er lokamat í 10. bekk unnið í samræmi við nýja aðalnámskrá og fer öll skráning á því fram í nýju kynslóðinni af Mentor.

Nýtt vitnisburðarskírteini eftir forskrift frá Menntamálastofnun er tilbúið og hver og einn kennari getur stuðst við meðfylgjandi leiðbeiningar hér fyrir neðan til að skrá inn námsmatið. Við hvetjum alla til að kynna sér þær vel. 

Gangi ykkur vel!

Grunnfög

Grunnfögin eru alls tíu.
Mögulegt er að láta skýringu fylgja einkunn og hún flyst með yfir í framhaldsskólanna.
 

Leiðbeiningar

Valgreinar

Hver skóli þarf að stofna sínar valgreinar inni í ákveðnu matsformi í nýju kynslóðinni. Að því loknu geta kennarar metið nemendur.

Leiðbeiningar

Stjörnumerkt

Kennarar skrá einkunnir nemenda sem fylgja ekki hefðbundinni námskrá í matsform fyrir stjörnumerktar einkunnir og láta viðmið fylgja.

Leiðbeiningar