Vel heppnaður fundur um námsmat

Um 200 manns sóttu fund í Árbæjarskóla 

Þorsteinn Sæberg skólastjóri og Sigurlaug Jensey Skúladóttir verkefnastjóri kynntu fyrir fundarmönnum hvernig Árbæjarskóli er að nýta sér nýja kynslóð af Mentor í nýju námsmati. Í framhaldinu fór Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors yfir helstu þætti kerfisins og möguleika hvers skóla fyrir sig. Að lokum kynnti Auðunn Ragnarsson samþættingu Mentors við Google og O365.

Að þessum erindum loknum gafst tími í umræður sem voru mjög áhugaverðar enda allir skólar í óðaönn að innleiða nýtt námsmat.

Fundurinn var tekinn upp og hér að neðan má hlusta á hvern lið fyrir sig.