Er skólinn þinn að nýta Office 365 eða Google?

Nú býðst skólum sem eru að nýta sér nýju kynslóðina af Mentor tækifæri á samþættingu við Office 365 eða Google.

Með samþættingunni opnast möguleikar fyrir kennara og nemendur að nýta sér eiginleika þessara lausna á einum stað. Má þar nefna dagatal,  One Drive, Google Drive, tölvupóst og single-sign-on (notandi þarf eingöngu að skrá sig einu sinni inn og hefur þá aðgang að Mentor og Google eða Office 365). 

Samþættingin felur í sér aðgengi að eftirfarandi atriðum: 

  • SSO (Single Sign On) þar sem aðgangurinn að O365 eða Google nýist sem aðgangur notanda að Mentor. 
  • Tölvupóstur er uppfærður í rauntíma og er á sama stað og skilaboð í Mentor. 
  • Aðgangur að gögnum í One Drive  eða  Google Drive í Mentor.
  • Dagatölin samþættast á báðum stöðum 
  • Office online aðgengilegt frá Mentor 
 
Til að fá nánari upplýsingar um möguleika og verð, hafið þá samband við okkur með því að senda tölvupóst á radgjafar@mentor.is.

Forrit fyrir valgreinar

Nú býður Mentor þeim skólum sem nýta sér valgreinaforrit frá Netvirki upp á þann möguleika að færa gögnin beint yfir í Mentor

Á hverju ári fer mikill tími í skipulag og skráningu valgreina en nú býðst sá möguleiki að vinna þetta í ákveðnu forriti og upplýsingarnar er hægt að færa beint yfir í Mentor. 

Ferlið fer þannig fram að stjórnendur flytja upplýsingar um nemendur og þær námsgreinar sem í boði eru inn í valgreinaforritið. Í framhaldinu velja nemendur valgreinar eftir ákveðnum forsendum sem skólinn setur upp. Að þessu loknu eru valgreinahóparnir fluttir yfir í Mentor og þarf því ekki að stofna þá þar sérstaklega og handfæra val nemenda. 

Lesa má nánar um valgreinaforritið frá Netvirki og panta kynningu hjá þeim hér fyrir neðan.

Bókun viðtala

Breyting hefur orðið á bókun viðtala á svæði aðstandenda. Um leið og opnað er fyrir bókanir birtist ný flís á svæði aðstandenda sem þeir þurfa að smella á og velja sér tíma sem þeir vilja mæta í viðtal. Hægt er að vísa foreldrum á meðfylgjandi myndband en kennarar geta nálgast leiðbeiningar um hvernig viðtölin eru stofnuð í handbókinni.

Vilt þú komast beint inn á nýja hlutann?

Margir skólar eru farnir að vinna nær eingöngu í nýja hlutanum af Mentor og þá er tilvalið að óska eftir þeirri breytingu að þeir skráist beint þangað inn. Notendur geta þá alltaf smellt á litla hnappinn til að fara yfir í eldri hlutanum ef þess gerist þörf. Ef þinn skóli vill breyta þessu og komast strax inn á nýja hlutann þarf að senda okkur beiðni um slíkt hér fyrir neðan.