Nýtt námsmat aðalnámskrár

Fimmtudaginn 14. janúar 2016 frá kl. 14 – 16 verður haldinn kynningarfundur um nýtt námsmat í grunnskólum.

Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors mun í byrjun kynna hvernig hæfniviðmið og matsviðmið eru sett fram í Mentor og hvernig þau nýtast í daglegu skólastarfi. Í kjölfarið kynna Þorsteinn Sæberg skólastjóri og Sigurlaug Jensey Skúladóttir verkefnastjóri hvernig Árbæjarskóli er að innleiða nýja námsmatið hjá sér og hvaða tækifæri felast í því. Að lokum mun Auðunn Ragnarsson þróunarstjóri hjá Mentor segja frá samþættingu Google og Microsoft við Mentor en það eru áhugaverðir möguleikar sem hver og einn skóli ætti að kynna sér. 

Fundurinn verður haldinn í Árbæjarskóla og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Vinsamlegast skráið ykkur hér.

Samþætting við O365 og Google

Samþætting bæði við Google og Office 365 er nú í boði fyrir þá sem eru farnir að nýta sér nýju kynslóðina af Mentor. Þar gefst tækifæri til að samþætta við Mentor dagatal, One Drive, Google Drive, tölvupóst og single-sign-on en þá þarf notandi eingöngu að skrá sig einu sinni inn og hefur þá aðgang að Mentor og Google eða Office 365.

Minn Mentor 

Með notkun nýrrar kynslóðar af Mentor aukast möguleikar nemenda. Þeir geta merkt við að verkefnum sé lokið, sent fyrirspurnir á kennara og skipulagt frekar eigin verkefni. Kynnið ykkur málið með því að horfa á meðfylgjandi myndband.

Árið 2015 senn á enda og spennandi tímar framundan

Þetta hefur verið annasamt ár í íslensku skólastarfi. Það sem stendur upp úr eru góðar móttökur á nýju kynslóðinni af Mentor og gagnlegar umræður meðal skólafólks um þær breytingar sem ný aðalnámskrá felur í sér. Við hlökkum til komandi árs og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.