Minnum á kynningarfund á fimmtudag

Með því að nýta það sem tæknin hefur upp á að bjóða er hægt að létta starf kennara og nemenda til muna. Til að skoða þá möguleika sem standa til boða og sjá hvað hefur þegar verið gert bjóða Microsoft á Íslandi, Mentor og Ölduselsskóli til kynningarfundar í Ölduselsskóla þann 12. nóvember kl. 16.00.

Dagskrá fundarins:

  • Gestir boðnir velkomnir. Heimir Fannar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.
  • Office 365 í Ölduselsskóla. Börkur Vigþórsson skólastjóri. 
  • OneNote í kennslustofunni. Karitas Eiðsdóttir kennari í Ölduselsskóla.
  • Yammer og Delve í Office365. Ingvar Ágúst Ingvarsson frá Microsoft.
  • Mentor og O365. Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri og Auðunn Ragnarsson CTO hjá Mentor.

Kaffiveitingar í boði Microsoft.

Hlökkum til að sjá sem flesta.
Vinsamlegast skráið ykkur hér.