September – 2016

Í vikunni fór ný útgáfa af Mentor í loftið. Nú er kennsluáætlun orðin sér liður í uppsetningu hverrar lotu en ekki hluti af grunnskráningu eins og áður var. Öll uppsetning á námslotum er orðin einfaldari og útprentunin gefur notendum kost á að velja hvaða þætti úr lotunni á að prenta út eða vista sem PDF skjal. Allar frekari upplýsingar má finna í handbókinni.

Bíða þín skilaboð á Mentor?

Frá stjórnendum, vinnufélögum, nemendum eða Mentor?

Umslagið og talan aftan við það efst á skjánum gefur til kynna að skilaboð bíða þín.
Með því að smella á umslagið færðu yfirlit yfir skilaboð sem geta verið frá stjórnendum, vinnufélögum, nemendum eða Mentor. Við sendum notendum skilaboð þegar nýjar útgáfur fara í loftið og tökum þá saman hvað hún felur í sér. Kíktu í handbókina okkar til að horfa á stutt myndband þar sem virkni skilaboða er lýst. 

Vilt þú komast beint inn á nýjan Mentor?

Eins og staðan er í dag þá skrást allir notendur fyrst inn á eldri hluta Mentors og smella á ákveðið tákn til að færa sig yfir í nýja hlutann. Ef þinn skóli vill breyta þessu og komast strax inn á nýja hlutann getur skólinn sent beiðni um slíkt hér fyrir neðan. 

Flýtileið í símanum

Hægt er að setja upp flýtileið til að skrá sig inn á Mentor í símanum. Þá þarf ekki að opna vafra og slá inn slóðina heldur nægir að smella beint á Mentor táknið og þá er hægt að skrá sig inn. 

Myndband

Virkja PIN númerið í símanum

Nemendur og aðstandendur geta skráð sig inn á Mentor með PIN númeri í stað notandanafns og lykilrorðs. Það þarf að gera ákveðnar stillingar í byrjun en síðan verður einfaldara að skrá sig inn. 

Myndband