Mentor er tilnefnt til BETT verðlauna annað árið í röð - Verið velkomin til okkar á B:200

Með því að tengja áætlanir, námsefni og verkefni við hæfniviðmið er komin skýr stefna að ákveðnu marki sem nýtist bæði kennara og nemanda.

Í nýrri kynslóð af Mentor er áhersla lögð á hæfnimiðað námsmat sem er grunnur að góðri kennslu. Kennarar fá yfirsýn yfir alla þá þætti sem þeir tengja hæfniviðmiðum og geta byggt námsmat sitt á góðum gögnum.

Ert þú að fara á BETT 20. - 23. janúar?
Við hvetjum þig til að heimsækja okkur á B:200 svo við getum sýnt þér hvernig vinna má með hæfnimiðað námsmat í grunnskólum og hvaða nýjungar eru í boði fyrir leikskóla.