Áhugaverð námskeið í boði!

Til skólastjórnenda og kennara

Vorið er rétt handan við hornið og nú bjóðum við einstaklingum sem vilja styrkja sig í ákveðnum þáttum upp á mismunandi námskeið. Þau verða öll haldin í húsakynnum Mentors, í Fellsmúla 26 og fjöldi þátttakenda er að hámarki tíu. Þátttakendur koma með fartölvu með sér og vinna í eigin gögnum.
Við hvetjum ykkur til að skoða það sem í er í boði.

Mars
29

Námslotur

Námskeið ætlað kennurum sem vilja skipuleggja kennsluna sína í námslotum. Þar er haldið utan um allt sem viðkemur kennslunni eins og t.d. viðmið, námsefni og verkefni sem leggja á fyrir á ákveðnu tímabili. Að lokinni námslotu liggur fyrir námsmat sem nýtist inn í heildarmatið.

Apríl
4

Námskrá

Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig skólinn getur sett inn sín eigin viðmið og farið að vinna eftir þeim í hverri námsgrein fyrir sig. Hentugast er að ákveðnir aðilar innan skólans taki verkið að sér til að vanda uppsetninguna og tryggja samræmi. 

Apríl
5

Kerfisstjórn

Námskeið fyrir kerfisstjóra eða ritara þar sem farið er yfir allar þær skráningar og stillingar í Mentor sem eru í höndum skólans. Þar má t.d. nefna uppfærsla á nýju skólaári, skráning nýrra nemenda og stundatöflugerð. 

Apríl
6

Sérkennarar

Sérkennarar þurfa að geta sett inn eigin viðmið þar sem tekið er mið af þörfum nemenda. Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig viðmiðin eru sett inn og unnið með þau í námslotum fyrir hvern og einn nemanda.