Minnum á fjarnámskeið á föstudag!

Til skólastjórnenda og kennara

Ýmis námskeið eru í boði hjá Mentor næstu vikur og þar á meðal fjarnámskeið sem einstaklingar geta skráð sig á næsta föstudag. Í boði verða þrjú mismunandi námskeið en áætlað er að þau taki 1,5 klst. og kosti 8900.- fyrir hvern einstakling. 
Við hvetjum áhugasama til að velja sér námskeið hér að neðan og skrá sig.

Apríl
7

Kerfisstjórn

Námskeið fyrir kerfisstjóra eða ritara þar sem farið er yfir allar þær skráningar og stillingar í Mentor sem eru í höndum skólans. Þar má t.d. nefna uppfærsla á nýju skólaári, skráning nýrra nemenda og stundatöflugerð. Tími: 9:00-10:30.

Apríl
7

Sérkennarar

Sérkennarar þurfa að geta sett inn eigin viðmið þar sem tekið er mið af þörfum nemenda. Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig viðmiðin eru sett inn og unnið með þau í námslotum fyrir hvern og einn nemanda. Tími 11:00-12:30.

Apríl
7

Námslotur

Námskeið ætlað kennurum sem vilja skipuleggja kennsluna sína í námslotum. Þar er haldið utan um allt sem viðkemur kennslunni eins og t.d. viðmið, námsefni og verkefni sem leggja á fyrir á ákveðnu tímabili. Að lokinni námslotu liggur fyrir námsmat sem nýtist inn í heildarmatið. Tími: 13:00-14:30.