Gleðilegt sumar!

Apríl 2016

Ýmislegt hefur verið í þróun hjá Mentor og hér fáið þið frekari upplýsingar um það. 

Aðgangur nemenda

Langþráður draumur er orðinn að veruleika. Nú geta kennarar skoðað viðmót nemenda.

Nýttu þér leitargluggann hægra megin uppi og sláðu þar inn nafn einhvers nemanda þíns. Opnaðu síðan spjaldið hans og þá sérðu hnappinn Aðgangur nemenda sem þú getur smellt á til að skoða viðmótið hans.

Námsmat 10. bekkinga í vor

Nú í vor fá 10. bekkjar nemendur í grunnskólum einkunn út frá matsviðmiðum nýrrar aðalnámskrár. Kennarar geta metið nemendur sína samkvæmt þeim í nýju kynslóðinni af Mentor og munu ítarlegar leiðbeiningar verða sendar öllum kennurum um miðjan maí. Myndin til hægri sýnir væntanlegt vitnisburðarblað 10. bekkinga og hér fyrir neðan má sjá dæmi um hvernig hæfni nemanda er metin samkvæmt viðmiðum aðalnámskrár.

Opin námskeið í maí

Haldin í húsakynnum Mentors

Við bjóðum einstaklingum upp á opin námskeið sem haldin eru í okkar húsakynnum. Við hvetjum alla áhugasama um að skrá sig en mikilvægt er að þátttakendur taki með sér tölvu og geti tengst þráðlausu neti.

Upplýsingar í gegnum skilaboðin

Hægt er að fylgjast með nýjungum í Mentor með því að lesa skilaboð frá okkur sem munu birtast reglulega undir litla umslaginu efst til hægri. 

Skrá mig af póstlista 
Fréttabréf til notenda Mentors í skólum